14 íbúðum troðið niður við ein erfiðustu gatnamót Grafarvogs

Síðastliðið haust var þrengt að gatnamótunum með því að setja upp strætóskýli án þess að gera útskot. Þarna hefði frekar átt að setja þægilega hægri beygju inn á Rimaflötina til að liðka til fyrir umferðinni.

Fjórtán nýjum íbúðum troðið niður á þetta svæði alveg niður að Rimaflötinni. Hinn guli reiturinn, til hægri, eru væntanleg fjölbýlishús við Sóleyjarrima, alveg ofan í gömlu Gufunesstöðinni; nú Fjárskiptastöð Isavia.

Horft upp að horninu við gatnamótin. Þarna á að troða niður einu einbýlishúsi - að vísu ekki alveg ofan í gatnamótunum en nóg til þess að erfiðara verður að finna lausnir í framtíðinni til að liðka til fyrir mjög svo fyrirsjáanlegri og stóraukinni umferð.